Lindarhvammur 1, 311 Borgarnesi — Íbúð

ATVINNUEIGNIR KYNNA SUMARHÚS Í LANDI SYÐRI-RAUÐAMELS BORGARBYGGÐ.
Lindarhvammur 1,Hnappadal, landi Syðri-Rauðamels. Borgarbyggð, 48 fermetra hús að grunnfleti, tvö svefnherbergi, salerni, anddyri,stofa og eldhúskrókur, svefnloft ca 20 fm til viðbótar, allt vel viðhaldið. Byggt 1990 af Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar þá í Grundarfirði, lóðarleigusamningur til 25 ára frá 2010.
Pallur er ca 60 fermetrar. Barnahús ca 4 fm. og geymsluskúr ca 4 fm.
Lóðin er 0,75 ha (7500 fm). Lindarvatn sem kemur undan hrauninu rennur í læk gegnum landið og er tjörn fyrir framan landið með tilheyrandi fuglalífi (m.a. Álftir sem verpa þar við á hverju sumri). 9 steyptar minigolfbrautir eru innan girðingar og fylgir með grasteppi á þær. Rafmagn er við lóðarmörk og kalt vatn er sjálfrennandi sem tekið er úr lind inni í Kolbeinsstaðafjalli. Lað fyrir það yfir vetrartímann. 60 W sólarsella var sett upp ca 2000 og hafa eigendur látið sér það nægja fyrir lýsingu, sjónvarp og hljómflutningstæki og til hleðslu farsíma ofl. ásamt gashitun og gasísskáp. Þessi bústaður stendur á sérlóð en í nágrenninu er skipulagt sumarhúsaland þar sem komin eru ca 10 – 15 aðrir bústaðir. Í næsta nágrenni er náttúruleg heit lind ca 20 fm sem hægt er að baða sig í. Þá er heil lind í hraungjótu einnig í næsta nágrenni og ölkelda með sódavatni..Oddastaðavatn, Svínavatn, Hlíðarvatn, Hítarvatn ofl veiðivötn eru í næsta nágrenni. Gott berjaland er innan girðingar og einnig í næsta nágrenni (göngufjarlægð). Landið er vel gróið með talsvert miklum trjágróðri, Greni, Fura, Birki, Aspir, Reynir, Víðir ofl. ofl.

Nánari staðsetning: Ekið er frá hringtorgi í Borgarnesi Snæfellsnesveg númer 54 um Mýrar áleiðis til Vegamóta. Beygt til hægri á Heydalsveg númer 55 áður en komið er að brú yfir Haffjarðará, ekið ca 5 km og síðan beygt til vinstri við Rauðháls,afleggjara að Syðri-Rauðamel, ekið ca 3 km, yfir brú á Kaldalæk og stendur bústaðurinn í landi hægra megin.

Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir:
Ástþór Helgason, aðstoðarmaður fasteignasala, ah@ibudaeignir.is - gsm 8981005.
Halldór Már Sverrisson lögg. fasteignasali, viðskiptafr. og leigumiðlari halldor@atvinnueign.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati (0,4% af fyrstu eign), lögaðili greiðir 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr.- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á heimsíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
 

Verð: Tilboð óskast

Senda fyrirspurn

Herbergi: 3
Stærð: 48 fm.
Laus: Strax