Kaplaskjólsvegur 51, 107 Vesturbær — Íbúð

RE/MAX Senter og Guðný Maríanna kynnir íbúð við Kaplaskjólsveg með útsýni út að sjó. Eignin telur stofu, eldhús, baðherbergi, tvö svefnherbergi, hol, geymslu og sameiginlegt þvottahús.

*** Frábær staðsetning - eign sem vert er að skoða***


Nánari lýsing:
Forstofa: Er með fatahengi og gengið er inn í hol og þaðan inn í aðrar vistarverur íbúðarinnar.
Eldhús: Er með eldri innréttingu, borðkrók og stórum glugga með miklu útsýni út að sjó.
Stofa / borðstofa: Er með gluggum og útgengi út á svalir. Mikið útsýni. 
Baðherbergi: Er með salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og innbyggðri innréttingu. Gluggi er á baðherbergi og flísar á gólfi og veggjum. 
Svefnherbergin eru tvö:
Hjónaherbergi: Er með glugga, innbyggðum fataskáp og dúk á gólfi.
Herbergi: Er með glugga, fataskáp og dúk á gólfi.
Geymsla: Sér geymsla er í kjallara. 
Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi í kjallara.  
Gólefni er teppi, dúkur og flísar. 

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Guðný Maríanna, löggiltur fasteignasali í síma 899-5447 eða gudny@remax.is.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% af heildarfasteignamati.  2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 1,5% af höfuðstól skuldabréfs.  3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.  4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.  5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900 m. vsk.
 

Verð: Tilboð óskast

Senda fyrirspurn

Herbergi: 3
Stærð: 84 fm.
Laus: 13. nóvember

Svipaðar eignir