Óþægilegustu fötin til að ferðast í

Það er best að ferðast í þægilegum fötum.
Það er best að ferðast í þægilegum fötum. Ljósmynd/Pexels

Það gilda ekki sömu tískureglurnar í háloftunum og á jöðru niðri. Besta reglan er að klæðast einföldum þægilegum fötum. Það er vel hægt að finna töff föt sem eru þetta, einföld og þægileg.

Samfestingar

Það er hræðileg hugmynd að fara í samfestingi í flug, jafnvel þó að heima fyrir sé snilld að vera í honum. Þá lendirðu allt í einu í því að vera hálfnakinn á klósettinu, og getur ekki klætt þig jafn mikið ef þér skyldi verða of heitt. 

Hælar

Hælaskór eru verstu óvinir ferðalangsins. Það verður óþægilegt mjög snemma að standa í röðum eða hlaupa á flugvellinum í hælaskóm. Veldu heldur þægilega flata skó sem anda vel. 

Mikið ilmvatn 

Forðastu það að spreyja á þig miklu ilmvatni áður en þú ferð í flug. Það getur verið yfirþyrmandi að sitja í þykkri ilmvatnslykt í löngu flugi, bæði fyrir þig og aðra í vélinni. Passaðu frekar upp á að vera í nýþvegnum fötum sem lykta vel. 

Stórar yfirhafnir

Ekki fara Þórsmerkur úlpunni þinni í flug. Hún tekur svakalega mikið pláss og þér verður að öllum líkindum allt of heitt í henni. Reyndu frekar að klæðast mörgum flíkum og vera með hlýja yfirhöfn með þér. Þá getur þú afklætt þig eins mikið og þig lystir í fluginu og dúðað þig upp ef þér er kalt. 

Linsur

Augnlinsur eru reyndar ekki föt, en það er samt sem áður gríðarlega óþægilegt að vera með linsur í augunum í löngu flugi. Loftið í flugvélum er alveg sérstaklega þurrt sem veldur miklum pirringi. Ef þú ert alveg staurblind/ur án linsanna reyndu að fara frekar með gleraugun í flugið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert