Keyrði á heilaga styttu á Páskaeyju

Maðurinn keyrði á sambærilega styttu á Páskaeyju. Stytturnar eru taldar …
Maðurinn keyrði á sambærilega styttu á Páskaeyju. Stytturnar eru taldar vera heilagar.

Karlmaður frá Síle hefur verið handtekinn eftir að hafa eyðilagt heilaga styttu á Páskaeyju. Maðurinn keyrði á styttuna á jeppabifreið sinni. 

Styttan sem hann keyrði á er ein af mörgum moai-styttum á eyjunni en Ma'u Henua-samfélagið sér um stytturnar og telur þær vera heilagar. 

Bæjarstjórinn Pedro Edmunds Paoa kallar nú eftir hertari umferðarlögum á eyjunni til að vernda sytturnar sem eru yfir þúsund talsins. 

Maðurinn keyrði niður styttuna og eyðilagði hana.
Maðurinn keyrði niður styttuna og eyðilagði hana. Ljósmynd/Facebook

„Það voru allir á móti því að setja umferðarreglur fyrir bifreiðar í kringum heilagar slóðir. En við sem sveitarstjórn ræddum um hætturnar og vissum vel hvað aukinn fjöldi ferðamanna og íbúa gæti þýtt,“ sagði bæjarstjórinn í viðtali við El Mercurio

Ma'u Henua-samfélagið birti mynd af skemmdarverkinu á Facebook-síðu sinni og lýsti yfir sorg samfélagsþegnanna að svona hafi farið fyrir styttunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert