Flökkusögur ganga um Elliðaey

Lífseigasta flökkusagan er að Björk Guðmundsdóttir búi í húsinu. Er …
Lífseigasta flökkusagan er að Björk Guðmundsdóttir búi í húsinu. Er sá misskilningur væntanlega kominn til af því, að í febrúar árið 2000 veittu íslensk stjórnvöld heimild til þess að selja Elliðaey í Breiðafirði og var heimildin var veitt á þeim grundvelli að Björk hefði áhuga á að kaupa eyjuna.

Elliðaey er ein af úteyjum Vestmannaeyja og þar stendur veiðihús lundaveiðimanna. Eyjan og umrætt hús hafa fengið mikla athygli og umtal í erlendum miðlum og á samfélagsmiðlum og margar furðusögur komist á flug.

Er húsið til dæmis sagt vera „einmanalegasta hús í heiminum“.

Sumir halda því fram að fjölskylda hafi búið í húsinu en yfirgefið það á fjórða áratugnum, aðrir telja að reimt sé í húsinu, enn aðrir halda því fram að milljarðamæringur hafi reist það og ætlað að flytja þangað í einangrun til að búa sig undir heimsendi af völdum uppvakninga.

Langalgengasti misskilningurinn er þó sá að söngkonan Björk Guðmundsdóttir búi þar. Sé leitað á netinu að „the world’s loneliest house“ eða „Björks house“ birtist fjöldi mynda af húsinu.

Ívar Atlason, formaður Veiðifélags Elliðaeyjar, segir að enn virðist margir trúa sögusögnum um húsið. Í desember sl. birti breska blaðið The Sun fréttagrein um eyna og í seinustu viku fjallaði breski fréttavefurinn Mirror um hana. Ýmsir erlendir fréttamiðlar hafa áður skrifað um eyjuna og gjarnan kallað hana „dularfulla“ eða „hrollvekjandi“.

Bandaríski YouTube-áhrifavaldurinn Ryan Trahan, sem er með tæpar tólf milljónir áskrifenda á YouTube, gerði sér einnig ferð til Elliðaeyjar fyrir um einu og hálfu ári og tók upp myndband þar. Í myndbandinu dvelur hann í húsinu og hefur verið horft á það um 26 milljón sinnum. Má vera að það myndband hafi einnig aukið forvitni og áhuga um eyjuna.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 25. febrúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert