Beta blogg!

Beta rokk.
Beta rokk. mbl.is/Golli

Elísabet Ólafsdóttir lítur ekki á sig sem rithöfund þrátt fyrir að vera búin að gefa út sína fyrstu skáldsögu. Arnar Eggert Thoroddsen kannaði málið.

"Vaknað í Brussel er fyrsta blogg-bókin, fyrsta brettabókin, fyrsta hiphop-bókin og fyrsta tekknó-bókin," segir útgefandi m.a. um fyrstu bók Elísbetar Ólafsdóttur. Bókin atarna hefur vakið sterk viðbrögð; þeir sem íhaldssamir eru úthúða verkinu fyrir frjálslegt tungutak og óheflað á meðan aðrir, oftast póstmódernískt þenkjandi ungfræðimenn, halda vart vatni yfir þessum "nýja" stíl.

Bara skemmtileg bók

Beta sjálf lætur sér hins vegar fátt um finnast.

"Ég var búin að geyma þessa hugmynd hjá mér í nokkur ár - án þess að vita af því," segir Beta. "Þessi bók er byggð á rafbréfum sem ég sendi frá mér meðan ég bjó í Brussel. Einhverra hluta vegna hafði ég geymt þessa pósta og sett á diskettu. Þetta voru svona almennar fréttir og djammsögur. Síðan var ég í vorhreingerningu og rakst á diskettuna góðu. Ég hafði þá samband við Eddu - miðlun og sagðist vera með beinagrind að bók í mínum fórum. Þau hvöttu mig til að byrja, boltinn fór að rúlla og nú er komin bók."

Beta segir að bókin hafi verið auðskrifuð, hún hafi byrjað á henni 1. júní og klárað hana áður en háskólinn byrjaði, en Beta nemur nú bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

"Það erfiðasta var að þurfa að skrifa síðustu fimm kaflana algerlega upp á nýtt því daginn sem ég skilaði þeim hrundi tölvukerfið hjá Eddu og öll vinnan glataðist."

Elísabet tekur fjaðrafokinu, sem hefur verið í kringum bókina, fálega en hún hefur verið kölluð fulltrúi nýrrar kynslóðar, hún komi úr röðum ungra almúgapenna sem hafa verið að ryðjast fram á ritvöll Netsins í sístækkandi magni, þar sem lítið er skeytt um reglur hins ritaða mál.

"Kannski er þetta ekkert nýtt. Þetta er bara skemmtileg bók," vill Beta meina. "Það sem kann að vera nýtt er að þetta er talmál í bókinni. Hún er skrifuð á íslensku, ensku, frönsku, franskri ensku og svo bý ég líka til ný orð. Ég æddi bara áfram og það var lítið sem var lagfært af Forlaginu. Ég var mjög hissa með það en eftir á að hyggja mjög ánægð."

Blogg-menningin frábær

Vaknað í Brussel er mjög dægurtónlistartengd og eru tilvísanir í textabrot með Beach Boys, Björk og Jacques Brel tíð.

"Stelpan í bókinni er alltaf syngjandi," segir Beta. "Og það poppa upp textabrot í hausnum á henni daginn út og daginn inn. Ég læt þannig fylgja með í endann "sándtrakk" þar sem er listi yfir laganöfn, plötur og flytjendur. Lesendur geta þá kannað þetta betur ef þeir hafa áhuga á því."

Eins og áður segir hefur hin svokallaða blogg-menning verið í örum vexti undanfarið. Fólk sem áður fyrr hefði skrifað í dagbækur opinberar sig nú öllum á netheimum á eigin heimasíðum og blogg-setrum.

"Mér finnst blogg-menningin frábær," segir Beta sem rekur á blogg-síðu á www.betarokk.blogspot.com.

"Ég held að margir sem lesa síðuna mína t.d. hugsi: "Hei, ég get alveg gert þetta!" Og það er alveg stórkostlegt, þarna eru kannski að fæðast hundruð rithöfunda sem hefðu kannski aldrei komist að því að þeir gætu þetta. Blogg-menningin heldur fólki líka að skrifum og það þjálfast. Mér finnst frábært að það sé að opnast vettvangur fyrir fólk sem vill skrifa. Þetta er ekki eins erfitt og margir halda en auðvitað verður fólk líka að hafa eitthvað til brunns að bera og kunna íslensku."

Beta hlær hins vegar þegar hún er spurð hvort hún álíti sig vera "alvöru" rithöfund.

"Nei. Ég var bara á réttum stað á réttri stundu. Ég veit það alveg."

www.betarokk.blogspot.com

Vaknað í Brussel er komin í verslanir. Lagið "Vaknað í Brussel" er m.a. hægt að nálgast á MP3-sniði á www.edda.is. Einnig verður það á safndiski frá Bumsquad-hópnum sem út kemur á miðvikudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler