Morðingi „Dimebags“ var með Pantera á heilanum

Nathan Gale hegðaði sér á furðulegan hátt vikurnar áður en …
Nathan Gale hegðaði sér á furðulegan hátt vikurnar áður en hann myrti fjóra á tónleikum hljómsveitarinnar Damageplan. AP

Maðurinn sem myrti Darrell „Dimebag“ Abbott, fyrrum gítarleikara þungarokksveitarinnar Pantera, þvar með hljómsveitina á heilanum og sakaði sveitarmeðlimi um ýmsar furðulegar gjörðir. Þetta segir fyrrum vinur mannsins, sem hét Nathan Gale og var skotinn til bana af lögreglumanni eftir að hann hafði ruðst upp á svið og drepið fjóra menn með hálfsjálfvirkri byssu. Gale, sem var fyrrum hermaður, hélt því fram að meðlimir Pantera væru að reyna að „stela lífi hans“ og eigna sér heiðurinn af lögum sem hann hafði samið.

Fyrrum vinur hans, Jeramie Brey, sagði þetta í samtali við The Columbus Dispatch. Gale, sem var 25 ára, réðist á svið þegar ný hljómsveit Abbots, Damageplan, var að spila, og hóf skothríð að sveitarmönnum. Tveir þeirra létust, þeirra á meðal Abbot, auk tveggja annarra. Tveir til viðbótar særðust. Sumir sjónarvottar segja að Gale hafi öskrað að Abbot og sakað hann um að hafa eyðilagt Pantera, en lögregla vill ekki staðfesta það.

Brey segir að hann og annar vinur Gales, Dave Johnson, hafi orðið hræddir við hann vegna furðulegrar hegðunar, og fjarlægst hann. Þá hafi Gale verið farinn að tala við sjálfan sig og m.a. hafi hann einu sinni haldið á „ímynduðum hundi“. „Hann var heitasti aðdáandi Pantera og hélt mikið upp á hljómsveitina allan þann tíma sem ég þekkti hann,“ segir Johnson. „Eftir einhvern tíma gerðist eitthvað. Hann bara hálfpartinn missti vitið. Hann breyttist úr svölum gaur í náunga sem maður vildi ekki eyða miklum tíma með.“

Brey minnist þess að Gale hafi einhverju sinni komið heim til hans með lög sem hann sagðist hafa samið, en textarnir hafi verið samhljóða textum Pantera. Gale sagði við Brey að hann hygðist höfða mál á hendur Pantera fyrir að stela textunum og „tilveru hans“.

Gale var í landgönguliði Bandaríkjahers í Norður-Karólínu þar til í nóvember 2003, þegar hann var leystur frá störfum eftir minna en helming hefðbundinnar fjögurra ára dvalar í hernum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson