Svartur á leik eftir Stefán Mána kvikmynduð

Stefan Máni.
Stefan Máni.

Zik Zak kvikmyndir og Filmus hafa fest kaup á kvikmyndaréttinum að skáldsögu Stefáns Mána, Svartur á leik, sem kom út hjá Máli og menningu síðastliðið haust. Stefán Máni mun sjálfur skrifa handritið af kvikmyndinni. Svartur á leik hlaut mikið lof gagnrýnenda þegar hún kom út, en sagan byggist á umfangsmiklum rannsóknum Stefáns Mána á íslenskri glæpasögu.

"Okkur fannst vera orðið tímabært að gera góða glæpamynd á Íslandi," segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak kvikmyndum, sem að líkindum mun framleiða kvikmyndina ásamt Skúla Malmquist, einnig hjá Zik Zak, og Arnari Knútssyni fyrir Filmus. "Þetta er í fyrsta skipti sem við förum í svona verkefni með öðru fyrirtæki, og það er bara mjög gaman að því." Engar ákvarðanir hafa verið teknar enn um val á leikstjóra eða leikurum, en Þórir Snær segir myndina verða "alíslenska", tekna á Íslandi á íslensku með íslensku fólki. "Þetta er á frumstigi, en pælingarnar eru miklar enda karakterarnir mjög skemmtilegir," segir hann en segist ekkert frekar vilja gefa upp á þessu stigi málsins. "Ég er með einhverjar pælingar, en það eru allir með einhverjar pælingar líka."

Þórir segist sjá fyrir sér að kostnaður við gerð myndarinnar verði um 150 milljónir króna. "Ef það á að gera þetta almennilega, sem mér finnst að þurfi að gera," segir hann.

Tökur eru áætlaðar á árinu 2007, en Þórir segist gjarnan vilja byrja fyrr ef mögulegt er. "Við ætlum að vinna handritið þangað til við verðum sáttir, og síðan förum við að kíkja á leikstjóra," segir hann að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant