Ísland lenti í 16. sæti í forkeppni Eurovision

Selma Björnsdóttir lenti í 16. sæti af 24 í forkeppni …
Selma Björnsdóttir lenti í 16. sæti af 24 í forkeppni Eurovision á fimmtudag.

Ísland lenti í 16. sæti í forkeppni Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, á fimmtudagskvöld en þar kepptu 24 þjóðir um 10 sæti í úrslitum keppninnar sem fóru fram í kvöld. Rúmenía fékk flest stig í forkeppninni, síðan Moldavía og þá Danmörk.

Í næstu sætum voru Króatar, Ungverjar, Moldavar, Ísraelsmenn, Svisslendingar, Makedóníumenn, Lettar, Pólverjar, Slóvenar og Hollendingar.

Danir og Moldavíumenn gáfu Íslandi 10 stig, Norðmenn gáfu 8 stig, Svíar 7, Andorra 6 stig, Ísraelsmenn 4 stig, Bretar 3 stig, Finnar og Slóvenar 2 stig en aðrar þjóðir ekkert.

Íslendingar gáfu Norðmönnum 12 stig og Dönum 10 stig eins og í úrslitunum í kvöld.

Lokastaðan í forkeppninni varð þessi:

  1. Rúmenía 235 stig
  2. Moldavía 207
  3. Danmörk 185
  4. Króatía 169
  5. Ungverjaland 167
  6. Noregur 164
  7. Ísrael 158
  8. Sviss 114
  9. Makedónía 97
  10. Lettland 85
  11. Pólland 81
  12. Slóvenía 69
  13. Hvíta-Rússland 67
  14. Írland 53
  15. Holland 53
  16. Ísland 52
  17. Portúgal 51
  18. Finnland 50
  19. Búlgaría 49
  20. Eistland 31
  21. Austurríki 30
  22. Belgía 29
  23. Andorra 27
  24. Mónakó 22
  25. Litháen 17

Stigin í forkeppninni

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason