Grétar Rafn skoraði fyrir Alkmaar

*GRÉTAR Rafn Steinsson skoraði eitt mark, þriðja og síðasta mark Alkmaar, þegar liðið vann Waalvijk 3:0 í hollensku deildinni í gær. Grétar Rafn skoraði á 64. mínútu leiksins.

*ÍVAR Ingimarsson lék allan leikinn með Reading sem vann Millwall 2:0 um helgina í ensku 1. deildinni.

*BRYNJAR Björn Gunnarsson var á varamannabekk Reading, en kom inn á þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

*JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Leicester þegar liðið vann Crew um helgina.

*HANNES Þ. Sigurðsson var í byrjunarlði Stoke sem vann Luton 3:2. Honum var skipt útaf á 76. mínútu.

*RÚNAR Kristinsson var rekinn af velli á síðustu mínútu Íslendingaslagsins í Belgíu um helgina. Lokeren var í heimsókn hjá Genk og fékk Rúnar sitt annað gula spjald í lokin þegar hann spyrnti knettinum í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt. Leikurinn endaði með 2:2 jafntefli.

*INDRIÐI Sigurðsson var í byrjunarliði Genk, líkt og Rúnar hjá Lokeren, en Indriða var skipt útaf í hálfleik.

*ROBERTO Soldano tryggði Real Madrid annað stigið þegar Ossasuna kom í heimsókn á Bernabau í gær. Soldano jafnaði leikinn eftir að gestirnir, sem voru manni færri frá 14. mínútu, komust yfir fjórtán mínútum fyrir leikslok. Alls var gula spjaldinu lyft tíu sinnum í leiknum og fengu heimamenn oftar að líta spjaldið en liðsmenn Ossasuna.

*OLIVER Kahn, landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við Bayern München til loka leiktíðar vorið 2008. Þá verður hann orðinn 39 ára gamall. Kahn kom til Bayern München fyrir 11 árum frá Karlsruher SC og hefur leikið 468 leiki í 1. deild þýsku knattspyrnunnar og auk þess spilað 83 landsleiki. Þá eru ótaldir allir leikirnir sem hann hefur tekið þátt í á Evrópumótum félagsliða. Reiknað er með að Kahn hætti með landsliðinu eftir HM næsta sumar.

*KÖLN rak í gær Uwe Rapolder, þjálfara, en liðið tapaði í fyrradag, 3:2, fyrir Arminia Bielefeld. Liðið hefur ekki unnið í undanförnum 12 leikjum og er nú í fallhættu í þýsku 1. deildinni, er í 16. sæti af 18 liðum. Andreas Rettig, framkvæmdastjóri Köln, hætti einnig eftir leikinn við Bielefeld.

*OLIVER Bierhoff hefur framlengt samning sinn við þýska knattspyrnusambandið um að vera framkvæmdastjóri landsliðsins fram yfir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant