Ray Davies í Háskólabíói

Frá síðustu heimsókn Davies til Íslands.
Frá síðustu heimsókn Davies til Íslands. mbl.is/Sverrir

Ray Davies mun halda eina tónleika í Háskólabíói 14. apríl næstkomandi ásamt hljómsveit sinni og mun flytja blöndu af gömlum perlum sínum og spánýjum lögum, en í febrúar kemur út allra fyrsta sólóplata hans með nýju efni.

Ray Davies verður ætíð kenndur við hljómsveit sína The Kinks, sem er ein áhrifamesta hljómsveit rokksögunnar. Davies stofnaði The Kinks ásamt bróður sínum Dave í Lundúnum árið 1963. Fyrsta lagið sem sveitin gerði vinsælt var „You Really Got Me”, og á eftir fylgdu „All Day and All of The Night”, „Tired of Waiting”, „Lola”, „Sunny Afternoon”, „Dedicated Follower of Fashion” og „Waterloo Sunset” svo fáein séu nefnd.

Sumarið 2000 fengu íslenskir Kinks-unnendur, gamlir sem nýir, kærkomið tækifæri til að sjá hina margrómuðu Storyteller-tónleika Ray Davies í Laugardalshöll þegar Davies var aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Reykjavik Music Festival. Þar kom Davies einn fram með gítar sinn og lék öll sín dáðustu lög og sagði söguna á bak við þau af sinni einstöku kímnigáfu og frásagnarsnilli.

Þetta var þó hreint ekki í fyrsta sinn sem Davies hafði leikið á Íslandi því The Kinks lék tvisvar sinnum á Íslandi, fyrst léku þeir í Austurbæjarbíói í september 1965, ásamt íslensku unglingasveitinni Tempó, sem m.a. var skipuð Þorgeiri Ástvaldssyni. Teljast þeir tónleikar einir allra fyrstu rokktónleikar sem heimsfræg erlend hljómsveit hélt á Íslandi.

Aftur komu þeir 1970 og léku á tónleikum til styrktar KSÍ fyrir hálffullri Laugardalshöll enda hafði sveitin verið í nokkurri lægð um þær mundir. Ray Davies var aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu í ársbyrjun 2004 er hún sæmdi hann CBE (e. Commander of the British Empire) orðunni. Framlag hans til breskrar listsköpunar þykir enda ómetanlegt og hafa listamenn allt frá Pete Townshend til Paul Weller, Morriseys og Damon Albarns ítrekað lýst honum sem sínum helsta áhrifavaldi og hefur hann á síðari árum gjarnan verið kallaður „Guðfaðir Brit-poppsins”.

Undanfarna mánuð hefur Ray Davies unnið hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu með nýju efni. Platan kemur út 6. febrúar nk. á vegum útgáfufyrirtækis Richards Bransons, V2. Platan mun heita “Other People’s Lives” og innihalda 12 áður óútgefin lög eftir Davies, sem hann útsetti sjálfur og stjórnaði upptökum á.

Davies mun fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um Evrópu og víðar. Honum til fulltingis verður hljómsveit hans sem leikið hefur með honum undanfarið og kom við sögu við gerð nýju plötunnar.

Ray Davies

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson