Dómari bjó til sinn eigin dulmálslykil í dómsúrskurði

Rithöfundurinn Dan Brown.
Rithöfundurinn Dan Brown. AP

Breskur dómari sem stýrði réttarhöldum vegna meints ritstuldar rithöfundarins Dan Brown við ritun Da Vinci lykilsins virðist hafa samið sitt eigið dulmál. Dómarinn, Peter Smith, skáletraði stafi í einstökum orðum í dómsúrskurðinum og breytti einstaka litlum staf í stóran. Dóminn kvað hann upp 7. apríl s.l. en lögfræðingar í Lundúnum og New York hafa veitt undarlegheitunum athygli, en dómurinn er 71 blaðsíða að lengd.

„Ég get ekki rætt dómsúrskurðinn en ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að menn skemmti sér yfir honum,“ sagði Smith í samtali við AP fréttastofuna. Fyrsta skáletrunin er í fyrstu málsgrein af 360 sem í dóminum eru. Þar er bókstafurinn S skáletraður í orðinu „claimants“ (kröfuhafar) og í næstu málsgrein er M-ið í claimant stór stafur. Sé skáletruðum stöfum raðað saman mynda þeir orðin „Smithy code" eða Smith-lykillinn.

Lögfræðingur sem grannskoðað hefur dóminn segir ekkert banna slíkan leik þó svo um hæstaréttarúrskurð sé að ræða. Sjálfur hefur Smith sagt fátt um lykilinn en hann þótti léttur í lund við réttarhöldin. Lykill Smith er bræðingur af skáletrunarkóða bókarinnar The Holy Blood and the Holy Grail, en höfundar hennar lögsóttu útgefanda Brown, og lykilsins sem er í Da Vinci lyklinum.

Dómstóll í Lundúnum vísaði 7. apríl frá skaðabótakröfu sagnfræðinganna tveggja sem töldu að Dan Brown hefði nýtt sér hugverk þeirra við samningu sögunnar. Þeir Michael Baigent og Richard Leigh töldu að Brown hefði nýtt sér verk þeirra, The Holy Blood And The Holy Grail, þegar hann samdi metsölubók sína, sem selst hefur í rúmlega 30 milljónum eintaka um allan heim. Höfðuðu þeir bótamál á hendur útgáfufélaginu Random House, sem gaf báðar bækurnar út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson