Sigur Rós mynduð í Ólafsvík

Jónsi með ungum aðdáanda Sigur Rósar.
Jónsi með ungum aðdáanda Sigur Rósar. mbl.is/Alfons
Hljómsveitin Sigur Rós verður með tónleika í félagsheimilinu Klifi í kvöld og lofar Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar, því að þetta verði glæsilegir tónleikar. Tónleikarnir verða teknir upp fyrir kvikmynd sem verið er að gera um Sigur Rós.

Í morgun fór fram myndataka í fjörunni í Ólafsvík og var Jónsi í góðum félagskap ungra aðdáenda sem flykktust að honum. Jónsi lék á als oddi og naut sín vel með börnunum.

mbl.is