Varað við blöðrubólgu á velsku umferðarskilti

Velskir hjólreiðamenn hafa væntanlega orðið furðu lostnir þegar þeir sáu umferðarskilti á velsku sem varaði við sársaukafullri blöðrubólgu. Mistök voru gerð í þýðingu skiltisins á velsku, en á ensku voru hjólreiðamenn vinsamlegast beðnir um að reiða hjól sín.

Skiltið var sett upp til bráðabirgða hjá hringtorgi á vegi sem nær milli Penarth og Cardiff í sunnanverðu Wales. Á velsku voru hins vegar skilaboðin óskiljanleg: „Blöðrubólga/Pirringsfall". Líklegt þykir að sá sem þýddi skiltið hafi slegið inn orðinu „cystitis“ (blöðrubólga) í stað orðsins ,,cyclist" (hjólreiðamaður) í orðabók á netinu.

Samkvæmt breskum lögum verða öll vegaskilti í Wales að vera bæði á ensku og velsku. Velska er móðurmál um 20% íbúa í Wales, og vill breska ríkið gera það sem í valdi þess stendur til þess að varðveita tungumálið og vernda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant