Reyndu að grafa sig til ESB-landa með skóhornum

Tveir Egyptar á þrítugsaldri bíða nú réttarhalda eftir að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að grafa sig undir landamæri til Evrópusambandslanda, með skóhornum. Þorðu þeir ekki að nota skóflur af ótta við að vekja grunsemdir.

Mennirnir hófu ævintýrið í Hvíta-Rússlandi þar sem þeir voru sem ferðamenn. Við landamærin að Póllandi grófu þeir sig undir gaddavír, þar villtust mennirnir en komu svo að girðingu sem þeir héldu að væru landamærin að Þýskalandi. Landið handan vírsins reyndist hins vegar einnig vera Hvíta-Rússland, og þegar þangað var komið voru félagarnir umsvifalust handteknir.

Þeir eyddu tíu dögum í fangelsi, en voru svo sendir með lest til Moskvu og var vonast til þess að þeir sæjust ekki meir í Hvíta-Rússlandi. Þeir yfirgáfu hins vegar lestina löngu áður en lestin kom til rússnesku höfuðborgarinnar og hófust handa við að grafa sig undir landamærin til Úkraínu.

Þar voru mennirnir svo handteknir aftur af rússneskum landamæravörðum.

Talsmaður rússneska saksóknaraembættisins segir að þótt málið líkist lélegum brandara verði mennirnir engu að síður sóttir til saka fyrir glæpina. Þeirra bíða líklega sektir auk þess sem þeim verður vísað frá Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant