Segjast hafa verið plataðir til að koma fram í mynd Borats

Sacha Baron Cohen í hlutverki Borats.
Sacha Baron Cohen í hlutverki Borats. Reuters

Tveir bandarískir námsmenn hafa höfðað mál gegn kvikmyndaverinu 20th Century Fox og segjast hafa verið blekktir til að koma fram í kvikmyndinni Borat: Cultural Learnings of America For Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, sem er vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum og víðar um þessar mundir.

Í málsskjölum kemur fram að í myndinni sjáist námsmennirnir tveir viðhafa ummæli sem lýsi kynþáttahatri. Þeir hafi verið blekktir til að hegða sér með tilteknum hætti, sem þeir undir venjulegum kringumstæðum hefðu ekki gert.

Talsmaður kvikmyndaversins sagði að málshöfðunin væri án nokkurra raka.

Í myndinni leikur breski grínleikarinn Sacha Baron Cohen fréttamanninn Borat frá Kasakstan, sem ákveður að gera heimildarmynd um Bandaríkin. Í myndinni eru námsmennirnir kynntir sem félagar í nemendafélagi í háskóla í Suður-Karólínu.

Samkvæmt málsskjölunum fóru framleiðendur myndarinnar með námsmennina á bar og gáfu þeim áfengi áður en þeir tóku þátt í kvikmyndatökunum. Var þeim sagt að þeir ættu að koma fram í heimildarmynd, sem aðeins yrði sýnd utan Bandaríkjanna. Þegar þeir gerðu sér grein fyrir því hvers kyns var hafi þeir orðið fyrir auðmýkingu og aðkasti og þolað mikla sálarkvöl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant