Góðgerðarsamtök afþökkuðu talandi Jesú-dúkkur

Dúkkan umrædda.
Dúkkan umrædda. AP

Bandarískur leikfangaframleiðandi bauðst til að gefa 4.000 dúkkur af Jesú Kristi til góðgerðarstarfs sem helgað er börnum en dúkkurnar voru afþakkaðar. Dúkkan fer með vers úr Biblíunni. Góðgerðarstarfið felst í því að færa fátækum og þurfandi börnum jólagjafir.

Framleiðandi Jesú-dúkkunnar, one2believe, býr til leikföng tengd Biblíunni. Góðgerðarsamtökunum leyst ekki á að hafa leikföngin svo trúarleg og benda á að börnin sem fái þau geta tilheyrt ólíkum trúfélögum. Samtökin heyra undir ríkið og því ekki við hæfi að hafa svo trúarlegar tilvísanir í gjöfum þess.

Jesús segir meðal annars ,,Elska náunga þinn líkt og sjálfan þig", en dúkkan kostar 20 dollara út úr búð í Bandaríkjunum. Góðgerðarsamtökin dreifðu 18 milljón gjöfum í fyrra, tuskudýrum, leikjum, leikfangabílum og fleiru sem ekki telst trúarlegs eðlis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson