Coldplay flytur ný lög

Hljómsveitin Coldplay.
Hljómsveitin Coldplay. Reuters

Aðdáendur hljómsveitarinnar Coldplay í Suður-Ameríku geta nú glaðst því að hljómsveitin mun frumflytja sæg af nýjum lögum á tónleikaferð sinni um Suður-Ameríku í byrjun næsta árs.

Tónleikarnir fara fram í Argentínu, Brasilíu og Chíle í febrúar og Mexíkó í mars. Í þessari ferð mun sveitin spila á miklu minni tónleikastöðum og vera nær áhorfendum en hún er vön á tónleikaferðum sínum.

Hljómsveitarmenn segja að þeir vilji gjarnan prófa nýju lögin fyrir áheyrendur, en lögin hafa þeir verið að semja á fjórðu plötu hljómsveitarinnar sem er væntanleg á næsta ári.

Þeir vildu líka endilega snúa aftur til Suður-Ameríku eftir þær frábæru viðtökur sem þeir fengu þar í síðustu heimsókn sinni, árið 2003.

Tónleikaferðin hefst með þrennum tónleikum í Santiago, höfuðborg Síle, 14., 15. og 16. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant