James Brown í Apollo leikhúsinu í síðasta sinn

James Brown verður í Apollo leikhúsinu í síðasta sinn á …
James Brown verður í Apollo leikhúsinu í síðasta sinn á morgun AP

Tónlistarferli söngvarans James Brown lýkur svo að segja í Apollo leikhúsinu í Harlem hverfi í New York, en þar hóf söngvarinn feril sinn. Almenningi verður leyft að sjá söngvarann þar í síðasta sinn, en kista Brown mun liggja á sviðinu í leikhúsinu á morgun. Presturinn Al Sharpton, sem var vinur Brown um áratuga skeið, segir söngvarann hafa lifað allt of merkilegu lífi til að hægt sé að jarða hann í kyrrþey.

Sharpton sér um skipulagningu útfararinnar ásamt börnum Brown. Einkaathöfn verður svo haldin fyrir fjölskyldu Brown á föstudag í fæðingarbæ hans Augusta í Georgíu í Bandaríkjunum. Útför sem opin verður almenningi verður svo haldin í James Brown hljómleikasalnum í bænum að henni lokinni.

Apollo leikhúsið opnaði árið 1934, Brown lék þar margsinnis, bæði við upphaf ferils sins og síðar. Ein þekktasta hljómplata hans var platan Live at the Apollo, sem hljóðrituð var í leikhúsinu og gefin út árið 1962.

Brown var 73 ára þegar hann lést úr hjartabilun á jóladag, hann átti að koma fram í blúsklúbbi tónlistarmannsins B.B. King á gamlárskvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson