Lay Low sigurvegari íslensku tónlistarverðlaunanna

Lay Low tók lagið á verðlaunahátíðinni í kvöld.
Lay Low tók lagið á verðlaunahátíðinni í kvöld. mbl.is/Sverrir

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, öðru nafni Lay Low, var óumdeildur sigurvegari íslensku tónlistarverðlaunanna sem veitt voru í kvöld. Lovísa var valin söngkona ársins í flokki fjölbreyttrar tónlistar, flytjandi ársins í símakosningu meðan á útsendingu frá hátíðinni stóð í Sjónvarpinu og umslag plötu hennar, Please Don't Hate Me, var valið plötuumslag ársins. Ólafur Gaukur hlaut heiðursverðlaun tónlistarverðlaunanna.

Vinsælasta lag ársins 2006 var Barfly með Jeff Who? en kosið var á milli 30 vinsælustu laganna á tónlist.is. Ghostigital fékk útrásarverðlaun Reykjavíkur Loftbrúar. Einar Örn Benediktsson sagði, þegar hann þakkaði fyrir verðlaunin, að hann hefði í mörg ár unnið við það að flytja sjálfan sig út og alltaf komið til baka.

Þá fékk FL Group hvatningarverðlaun Samtóns en þau verðlaun eru veitt þeim sem efla og styðja íslenska tónlist.

Listi yfir verðlaunahafana er eftirfarandi:

FJÖLBREYTT TÓNLIST

Lag og texti ársins
Ghostigital: Not Clean

Flytjandi ársins
Björgvin Halldórsson

Popp - Hljómplata ársins
Hafdís Huld: Dirty Paper Cup

Dægurtónlist - Hljómplata ársins
Baggalútur: Aparnir í Eden

Rokk & jaðar - Hljómplata ársins
Pétur Ben: Wine for my Weakness

Ýmis tónlist - Hljómplata ársins
Skúli Sverrisson: Sería

Söngvari ársins
Bubbi Morthens

Söngkona ársins
Lay Low

JAZZ

Lag ársins
Einar Valur Scheving: Líf

Flytjandi ársins
Útlendingahersveitin

Hljómplata ársins
Jóel Pálsson: Varp

ÖNNUR VERÐLAUN

Myndband ársins
Trabant: The One
höfundar myndbands: Reynir Lyngdal og Trabant

Plötuumslag ársins
Lay Low: Please Don´t Hate Me
Bjartasta vonin
Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari

SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST

Tónverk ársins
Áskell Másson: Fiðlukonsert

Flytjandi ársins
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari

Hljómplata ársins
Þorlákstíðir
Flytjendur: Voces Thules.

Baggalútur fékk verðlaun fyrir plötu sína Apana í Eden.
Baggalútur fékk verðlaun fyrir plötu sína Apana í Eden. mbl.is/Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant