Aðdáendur Önnu Nicole tjá tilfinningar sínar á netinu

Aðdáendur Önnu Nicole Smith hafa tjáð tilfinningar sínar vegna dauða hennar með jafn nútímalegum hætti og frægð hennar var - á netinu.

Þeir hafa ekki farið í pílagrímsferðir til Flórída þar sem hún lést, engir blómvendir hafa safnast þar fyrir.

En á bloggum, vefsíðum og spjallsvæðum á netinu keppast aðdáendur við að yfirgnæfa úrtölumenn og tjá ást sína á Önnu Nicole og söknuð sinn.

„Ég dáði hana,“ segir einn. „Ég sakna hennar,“ segir annar. „Hún var falleg,“ segir sá þriðji.

Á YouTube hafa myndbönd af henni verið opnuð mörg hundruð þúsund sinnum.

„Mér finnst næstum eins og ég hafi orðið fyrir missi. Hún veitti mér innblástur,“ sagði Sian Richter, tvítug skrifstofustúlka í London, sem hefur skrifað færslur á spjallsvæði og birt þar myndir, og verið sem límd við umfjöllun E! um dauða Önnu.

Blaðið Star í Kúala Lúmpúr í Malasíu birti stóra mynd af Önnu í rauðum kjól á forsíðu í gær, og mynd af henni var einnig á forsíðu finnska blaðsins Iltalehti.

Billy Lowe, hárgreiðslumaður sem unnið hefur fyrir mikið af frægu fólki, sagði að fjölmargir hafi gripið andann á lofti þegar þeir fréttu af andláti Önnu Nicole. „Við munum svo sannarlega sakna persónutöfra hennar, klúðursins og mistakanna sem hún gerði fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar, og við vonum að hún verði hamingjusöm handan við móðuna miklu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler