Omar Sharif þarf að fara á námskeið í því að hemja skapið

Omar Sharif.
Omar Sharif. AP

Kvikmyndaleikarinn Omar Sharif þarf að fara á námskeið í því að hemja skap sitt, samkvæmt úrskurði dómara. Sharif sló þjón í andlitið fyrir að taka ekki við evrum á veitingastað í Los Angeles í fyrra. Sharif var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í dag þar sem honum þótti of dýrt að fljúga frá Egyptalandi til Bandaríkjanna.

Sharif fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir árásina og má ekki koma nálægt þjóninum eða veitingastaðnum. Bætur til handa fórnarlambinu verða ákveðnar síðar, en þjónninn fer fram á 17.000 dollara í skaðabætur.

Sharif mun hafa orðið öskureiður þegar hann yfirgaf veitingastaðinn og sá að ekki var búið að ná í bílinn hans og kallaði þjóninn, sem ná átti í bílinn, „heimskan Mexíkóa“ þegar hann neitaði að taka við 20 evru seðli. Þjónninn segir Sharif hafa slegið sig í andlitið. Sharif neitaði ekki sök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson