Hálf stúka í Royal Albert Hall til sölu á 385 þúsund pund

Paul McCartney stjórnaði flutningi á verkinu Ecce Cor Meum í …
Paul McCartney stjórnaði flutningi á verkinu Ecce Cor Meum í Royal Albert Hall á síðasta ári Reuters

Fimm sæti í stúku í Royal Albert Hall í Lundúnum er til sölu á 385 þúsund pund, tæplega 51 milljón króna. Um hálfa stúku er að ræða en stúkan er mjög nálægt stúku bresku konungsfjölskyldunnar.

Tim Ridges, sem annast söluna fyrir Harrods-fasteignasöluna, sagði í viðtali við Times að staðsetning stúkunnar sé stórkostleg sem og útsýnið yfir aðalsviðið. Eins megi ekki gleyma því að ekki sé einungis um sölu á sætum að ræða heldur einnig eignist væntanlegir kaupendur hluta af sögunni. Ridges tók það hins vegar fram að ekki væri hægt að nýta sætin til þess að sofa í þeim þar sem einungis er heimilt að nýta stúkuna á opnunartíma hallarinnar.

Væntanlegur kaupandi fær að halda sætunum fimm í 861 ár og þrátt fyrir að einungis sé um hálfa stúku að ræða þá eru sætin fimm stúkuð af frá hinum með tjaldi.

Nýr eigandi þarf síðan að greiða 450 pund í þjónustugjald fyrir sætin og greiða aðgang á einhverjar uppákomur í húsinu. Frá því að Royal Albert Hall var byggð árið 1871 hafa ýmsar uppákomur verið haldnar þar. Meðal annars tónleikar, danssýningar og íþróttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson