Veruleikaþættir um Beckhamhjónin í Hollywood

Viktoría kemur til veislu í Hollywood á sunnudaginn.
Viktoría kemur til veislu í Hollywood á sunnudaginn. Reuters

Sjónvarpsþáttaröð verður gerð um búferlaflutninga Viktoríu og Davíðs Beckham frá Evrópu til Ameríku. Framleiðandinn er Simon Fuller, maðurinn á bak við American Idol.

Vanity Fair greinir frá þessu í dag.

Sjónvarpsstöðin NBC hefur gert samning um sex hálfrar klukkustundarlanga þætti, sem ekki verða gerðir samkvæmt handriti, þar sem sýna á og segja frá öllu sem því fylgir þegar stjörnur flytja „stuðningsnet“ sitt, þ.á m. fjölmiðlafulltrúann, stílistann og einkaþjóninn, milli heimsálfa, og kaupa sér nýtt hús og bíl, svo fátt eitt sé nefnt.

Þættirnir verða hugsanlega sýndir í sumar, að því er blaðið segir.

Fuller var framkvæmdastjóri Kryddpíanna á sínum tíma, og segist lengi hafa haft áhuga á að búa til sjónvarpsþætti sem byggðir væru á lífi Viktoríu. Sjálf hefur hún sagst ánægð með samninginn og að hún hlakki til að starfa á ný með Fuller.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson