Dagbækur Önnu Nicole seldar fyrir hálfa milljón dollara

Anna Nicole Smith árið 2005.
Anna Nicole Smith árið 2005. Reuters

Tvær dagbækur Önnu Nicole Smith heitinnar voru seldar á eBay-uppboðsvefnum fyrir rúma hálfa milljón dollara, eða rúmar 33 milljónir króna. Þjóðverji átti hæsta boð í bækurnar en hann ætlar að vinna ævisögu Smith upp úr þeim.

Það var fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á minnisverðum hlutum tengdum Hollywood og fræga fólkinu, Universal Rarities, sem seldi bækurnar en þær skrifaði Smith árin 1992 og 1994. Hreingerningarmaður fann þær þegar hann var að þrífa hús sem Smith dvaldi í, á meðan á kvikmyndatökum stóð í Los Angeles.

Sá seldi bækurnar fyrirtækinu. Smith lést á hóteli í Flórída 8. febrúar síðastliðinn, 39 ára gömul. Í dagbók hennar frá árinu 1992 segir hún meðal annars að hún þoli ekki karlmenn sem vilji stunda kynlíf í sífellu og að hún hafi óbeit á kynlífi.

Í hinni dagbókinni skrifar Smith um veikindi fyrrum eiginmanns síns, milljarðamæringsins Howard Marshall, sem lést árið 1995 og þá níræður. Smith er þar mikið hugsað til Jesús og virðist hafa orðið fyrir trúarlegri vakningu. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson