Ofneysla lyfja olli dauða Önnu Nicole

Fyrirsætan Anna Nicole Smith lést af völdum ofneyslu lyfja samkvæmt því sem teymi sérfræðinga sem rannsakað hafa dauða hennar greindu frá í Bandaríkjunum rétt í þessu. Ekkert þykir hins vegar benda til þess að um annað en slys hafi verið að ræða. Samkvæmt upplýsingum sem fram kom á fundinum fundust engin ólögleg lyf í fórum hennar eða líkama. Þá fannst ekkert grunsamlegt í tölvu hennar eða sambýlismanns hennar Howard K. Stern og er hann ekki grunaður um aðild að dauða hennar.

Fram kom í máli Joshua Perper, sem fór fyrir rannsókninni, að hann harmi þá innrás í einkalíf Önnu Nicole sem rannsókn á dauða hennar krefjist en að samkvæmt lögum beri honum að greina frá aðstæðum við dauða hennar. Hún hafi fundist látin eftir að hafa þjáðst í þrjá daga af magakveisu. Dánarorsök hafi ekki legið fyrir þremur dögum eftir lát hennar og því hafi þurft að bíða frekari rannsókna. Fyrstu vísbendingar hafi hins vegar bent til þess að lát hennar hafi tengst lyfjaneyslu og að frekari rannsóknir hafi staðfest það.

Einnig kom fram í máli hans að Anna Nicole hafi tekið verkjalyf er hún lést auk þunglyndislyfja, vaxtahormóna, megrunar- og svefnlyfja enda hafi hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi undanfarna mánuði í kjölfar fæðingar dóttur sinnar og láts sonar síns þremur dögum síðar.

Henni hafi hins vegar liðið mun betur eftir áramót og hún hafi verið létt í lund dagana áður en hún fór til Bandaríkjanna frá Bahamaeyjum þremur dögum fyrir dauða sinn og m.a. sótt danstíma. Eftir komuna til Bandaríkjanna hafi hún hins vegar fengið alvarlega magaverki með háum hita og hafi hún þá ekkert getað borðað. Daginn áður en hún lést mun henni hins vegar hafa liðið betur og gat hún þá borðað. Hún lést síðan undir hádegi næsta dag og fannst skömmu síðar. Perper segir dauða hennar hafa verið sársaukalausan. Hún hafi einfaldlega sofnað og sá hluti heila hennar sem stjórnaði blóðrásinni hafi hætt að starfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson