Er Eiríkur Hauksson óhagganlegur?

Eiríkur Hauksson.
Eiríkur Hauksson. mbl.is/Eggert

Eiríkur Hauksson á ennþá vinsælasta lagið á Íslandi „Ég les í lófa þínum" sem verður framlag Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Helsinki í maí. Nú er bara að bíða og vona að Evrópubúar verði eins hrifnir af laginu og Íslendingar greinilega eru.

Annars eru litlar breytingar á efstu sætum lagalistans frá því í síðustu viku, en fimm efstu lögin eru þau sömu og í síðustu viku.

Hins vegar stekkur Nylon-flokkurinn beint í sjötta sætið með sínu nýjasta lagi „Holiday" en líklegt verður að teljast að lagið muni skríða lengra upp listann, jafnvel alla leið á toppinn. Góð vinkona þeirra Nylon-stúlkna, Silvía Nótt, fer beint í níunda sætið með titillag sinnar fyrstu breiðskífu, Goldmine. Sérstaka athygli hefur vakið að platan lyktar eins og jarðarber, auk þess sem gárungarnir halda því fram að framkalla megi andahljóð þegar platan er hrist með ákveðnum hætti.

Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir er í tólfta sætinu með lagið „Grát ei" og hinn gríðarlega vinsæli poppari Mika stekkur beint í þrettánda sætið með lagið „Relax, Take it Easy" sem verður að teljast líklegt til frekari vinsælda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant