Rússneskur auðjöfur greiðir JLo 130 milljónir króna fyrir tónleika

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. Reuters

Rússneski auðkýfingurinn Andrei Melnitsénkó hefur fallist á að greiða Jennifer Lopez sem svarar 130 milljónum króna fyrir 40 mínútna tónleika í þrítugsafmæli konu sinnar, Aleksöndru, annað kvöld.

Veislan verður haldin í Bretlandi, og greiðir Melnitsénkó sem svarar tæpum sjötíu milljónum fyrir sjálfa tónleikana, en einnig greiðir hann kostnaðinn við að flytja Lopez og fylgdarlið hennar frá Bandaríkjunum.

Heimildamaður úr fylgdarliði söngkonunnar segir: „Andrei og Aleksandra eru miklir aðdáendur J.Lo og voru í sjöunda himni þegar hún féllst á að syngja fyrir þau. Þetta verður óvenjulegt fyrir J.Lo og fullt af milljarðamæringum meðal áheyrenda.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjónin Andrei og Aleksandra kaupa dýra skemmtikrafta. Þegar þau giftu sig fyrir tveim árum munu þau hafa greitt Christinu Aguilera sem svarar 260 milljónum króna fyrir að syngja í brúðkaupinu, sem fram fór í Suður-Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler