Indverskur dómstóll gefur út handtökuskipun á Richard Gere

Kossar Richards Geres hafa haft talsverð eftirmál á Indlandi.
Kossar Richards Geres hafa haft talsverð eftirmál á Indlandi. Reuters

Indverskur dómstóll gaf í dag út handtökuskipun á hendur bandaríska leikaranum Richard Gere fyrir að kyssa indversku leikkonuna Shilpa Shetty ítrekað uppi á sviði á samkomu þar sem verið var að hvetja til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæmis.

Samkoman fór fram 15. apríl og vakti framkoma Geres mikla athygli og andúð og jafnvel mótmæli á Indlandi, aðallega af hálfu herskárra hópa Hindúa, sem töldu Gere hafa með þessu ráðist á indverska menningu og niðurlægt Shetty.

Í handtökuskipuninni, sem dómstóll í Jaipur gaf út í dag, segir að Gere hafi gerst sekur um ósiðlega framkomu á almannafæri. Mun lögmaður í borginni hafa lagt fram kæru á hendur leikaranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant