Ýkjur að Harry Bretaprins hafi hótað að yfirgefa herinn

Harry Bretaprins er þriðji í röðinni til ríkiserfða í Bretlandi
Harry Bretaprins er þriðji í röðinni til ríkiserfða í Bretlandi Reuters

Clarence House, skrifstofa Karls Bretaprins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að fullyrðingar um að Harry Bretaprins muni yfirgefa breska herinn verði hann ekki sendur með herdeild sinni til Íraks, séu ýktar. Haft var eftir háttsettum heimildarmanni innan hersins á Sky sjónvarpsstöðinni að Harry hefði gert yfirmönnun sínum grein fyrir því að hann myndi ekki sætta sig við að verða látinn sitja heima þegar herdeild hans færi til Íraks.

Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir málið vera í stöðugri endurskoðun en að full samstaða sé um það á milli hersins og hirðarinnar að Harry hljóti ekki sérmeðferð innan hersins. Þá segir talsmaður ráðuneytisins að enn standi til að Harry fari til Íraks sem sveitarforingi 12 manna herdeildar sem mun fara með vopnað eftirlit í Maysa-héraði.

Háværar sögusagnir hafa verið á kreiki um það að undanförnu að uppreisnarmenn í Írak áformi að ræna prinsinum og myndum af honum hafi verið dreift á meðal uppreisnarmanna til að undirbúa ránið á honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant