Ekki hrifnir af Eiríki og Valentine Lost

Eiríkur Hauksson.
Eiríkur Hauksson. mbl.is/Eggert

Umsjónarmenn slúðurnetsíðunnar Hecklerspray hafa að undanförnu fjallað þau lög, sem taka þátt í Eurovisionkeppninni eftir rúma viku. Í dag er fjallað um íslenska lagið og til að gera langa sögu stutta er vefurinn lítt hrifinn. Gildir þar einu hvort fjallað er um Eirík, lagið eða textann.

Vefurinn segist hafa verið viss um að Silvía Nótt myndi vinna Eurovision í fyrra en henni hafi síðan tekist að strjúka svo mörgum öfugt að lagið hennar komst ekki í úrslit. Örlög íslenska lagins í ár ráðist hins vegar af því hvort Evrópubúum líki miðaldra Meat Loaf eftirlíkingar.

Þá sé Valentine Lost einhver klisjukenndasta veðurbarða ballaða sem heyrst hafi lengi þótt hugsanlega kunni einverjum eftirlegukindum úr aðdáendahópi Lordi að þykja gaman að laginu.

Netveðbankinn PaddyPower virðist ekki telja miklar líkur á íslenska lagið falli í kramið og gefur því líkurnar 66 á móti 1. Lögin frá Sviss, Svíþjóð og Serbíu þykja hins vegar sigurstranglegust.

Hecklerspray

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant