Jakobínarína semur við EMI

Sveitin tók upp myndband við lagið „This is an Advertisement
Sveitin tók upp myndband við lagið „This is an Advertisement" á dögunum.

Í vikunni var skrifað undir útgáfusamning Jakobínurínu við Regal/Parlophone, sem er í eigu EMI útgáfurisans, um útgáfu á fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem kemur út í september næstkomandi. Platan, sem mun heita The First Crusade, kemur út hér á landi og á hinum Norðurlandanna á vegum 12 Tóna.

Sérstakur samningur

Lárus Jóhannsson hjá 12 Tónum segir að útgáfusamningurinn sé sérstakur að því leyti að hljómsveitinni er selt nokkurt sjálfdæmi um hvaða fyrirtæki gefur plötuna út í hverju landi fyrir sig, þótt útgáfurétturinn sé í höndum EMI. Hann segir að samið sé til nokkurra ára og um nokkrar plötur, en þó þessi högun sé á með frumraunina verði næstu plötur gefnar út undir merkjum EMI.

„Við munum síðan gefa The First Crusade út hér heima og næstu plötu líka, og eins sjáum við um útgáfu á plötunni á hinum Norðurlöndunum, en frekara samstarf á því sviði er árangurstengt," segir Lárus og bætir við að smáskífa með lögunum "Jesus" og „Filipino girl" komi út í takmörkuðu upplagi 21. maí næstkomandi í Bretlandi. Hljómsveitin hefur áður gefið út smáskífu ytra, „His Lyrics are Disastrous" kom út á vegum Rough Trade síðastliðið haust, en Lárus segir að ekki hafi þótt fýsilegt að hafa það samstarf lengra.

Jakobínarína og Jón Sæmundur

The First Crusade var tekinn upp í hljóðveri í Wales í upphafi ársins með Stan Kybert við takkana. Hljómsveitin hefur verið á ferð og flugi frá því upptökum lauk og leikur meðal annars á tónlistarhátíð í Brighton 17. og 18. maí, en tónleikaferð um Bretland er fyrirhuguð í júlí. Í júlí verður líka frumsýnt myndband við lagið „This is an Advertisement". Jón Sæmundur vann myndbandið með hljómsveitinni, en hann hefur tekið að sér að annast útlit hennar, hanna á hana föt og ámóta.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson