Leyndarmálið hélt fjölskyldunni saman

Bach og Hasselhoff í desember 2004.
Bach og Hasselhoff í desember 2004. AP

Pamela Bach, fyrrverandi eiginkona Davids Hasselhoffs, segir að leyndarmálið um áfengissýki Hasselhoffs hafi verið „límið“ sem hélt fjölskyldunni saman. Hasselhoff fór fram á skilnað við Bach í janúar í fyrra eftir að hún fór í jólafrí með fjölskylduna án hans þar sem hann var að sögn of ölvaður til að fá að fara um borð í flugvélina.

Bach viðurkennir að hún hafi oft farið með dætur þeirra tvær, Taylor-Ann (17 ára) og Hayley (14 ára), burt frá Hasselhoff í því skyni að reyna að fá hann til að hætta að drekka.

Hún segir í viðtali við tímaritið Hello! að á drykkjutúrum hafi Hasselhoff flakkað á milli hótela, en endað á sjúkrahúsi með áfengiseitrun. Hún hafi oft farið frá honum með dæturnar til að reyna að hafa áhrif á hann.

„Ég fór alltaf með stelpurnar á Disneyland-hótelið svo að hann myndi ekki fara að hafa áhyggjur af því hvers vegna við hefðum farið. Þegar stelpurnar voru sofnaðar grét ég, en hann fékk mig til að koma aftur til sín. Hann sagðist ætla að hætta að drekka og ég trúði því.“

Bach segir að þótt hún hafi virkilega elskað Hasselhoff hafi líf fjölskyldunnar að mestu leyti snúist um að þegja yfir stóra fjölskylduleyndarmálinu. „Það var límið okkar. Margir vinir mínir höfðu ekki hugmynd um þetta. Foreldrar mínir vissu þetta ekki einu sinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson