Aðdáendur fagna 30 ára afmæli Stjörnustríðs

Stormtrooper lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta á afmælishátíðina.
Stormtrooper lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta á afmælishátíðina. Reuters

Yfir 25.000 aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa komið saman á ráðstefnu til að minnast þess að 30 ár eru liðin frá því að fyrsta myndin um Loga Geimgengil og félaga var frumsýnd í Bandaríkjunum.

Kvikmynd leikstjórans George Lucas um baráttu góðs og ills í fjarlægri stjörnuþoku var frumsýnd í aðeins 32 kvikmyndahúsum þann 25. maí árið 1977.

Þrátt fyrir að hafa ekki verið sýnd í fleiri sölum til að byrja með varð myndin fljótlega álitin marka tímamót í kvikmyndasögunni, en fimm myndir um hafa fylgt í kjölfarið.

Stjörnustríðsmyndirnar og allur varningur sem þeim tengjast hafa í dag þénað fleiri milljarða dollara og þær eru enn þann dag í dag meðal þeirra verðmætustu í heimi kvikmyndanna.

Svarthöfði stillir sér upp fyrir myndatöku.
Svarthöfði stillir sér upp fyrir myndatöku. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson