Paris Hilton hefur hafið afplánun

Bandaríski hótelerfinginn Paris Hilton gaf sig fram í gærkvöldi í fangelsi í Los Angeles og hóf að afplána 45 daga fangelsisdóm sem hún hlaut fyrir að aka ítrekað undir áhrifum áfengis. Gert er ráð fyrir að Hilton afpláni um helming dómsins, eða 23 daga, hegði hún sér vel.

„Paris Hilton hefur gefið sig fram til að hefja afplánun sína, vegna dómsins sem hún hlaut fyrir að hafa brotið gegn skilorði, í fangelsi í Los Angeles sýslu, sem er staðsett í Lynwood í Kaliforníu,“ sagði Richard A. Hutton, lögmaður Hilton, í yfirlýsingu sem hann las upp í gær.

Þar var einnig haft eftir hinni 26 ára gömlu Hilton að: „Þetta er mikilvægur tími í mínu lífi og ég þarf að axla ábyrgð gjörða minna. Í framtíðinni þá hyggst ég taka virkari þátt í þeim ákvörðunum sem ég tek [...] Þrátt fyrir að ég sé hrædd, þá er ég reiðubúin að hefja fangelsisafplánun mína.“

Fram kemur á slúðursíðunni TMZ.com að Paris Hilton hafi gefið sig fram við fangelsisyfirvöld án þess að ljósmyndarar sem bíða við fangelsið hafi náð að mynda atburðinn.

Þar kemur fram að Hutton hafi sótt Hilton heim til foreldra sinna kl. 10:30 í gærkvöldi og ekið henni í fangelsi í miðborg Los Angeles. Þaðan hafi hún verið flutt til Lynwood.

Eitt af síðustu „embættisverkum“ Hilton var að vera viðstödd þegar …
Eitt af síðustu „embættisverkum“ Hilton var að vera viðstödd þegar MTV kvikmyndaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant