Þróunarkenningin og sköpunarkenningin báðar réttar

Bandaríski fáninn.
Bandaríski fáninn. AP

Þegar Bandaríkjamenn eru spurðir að því hvort mannkynið sé sköpunarverk Guðs eða afrakstur milljóna ára þróunar, segja flestir að bæði sé líklegt. Þetta kemur fram í könnun USA Today og Gallup sem tók til 1.007 fullorðinna Bandaríkjamanna dagana 1-3 júní.

Á heildina litið, sögðust fleiri Bandaríkjamenn trúa sköpunarkenningunni, þeirri kenningu að Guð hafi skapað mennina, í þeirri mynd sem þeir eru í dag, á einu bretti einhvern tímann síðastliðin 10.000 ár.

66 prósent sögðust trúa kenningunni, þar af 39 prósent sem töldu alveg öruggt að hún væri sönn, en 27 prósent sem töldu að hún væri líklega sönn.

53% sögðust hins vegar trúa þróunarkenningunni, vísindalegri kenningu um að maðurinn hafi þróast yfir milljónir ára. 18 prósent töldu það öruggt að þróunarkenningin væri sönn, en 35 prósent töldu hana líklega til að vera sanna.

Átökin um það hvor kenningin sé rétt hefur ratað inn í skólastofur Bandaríkjanna undanfarin ár, þar sem sum ríkin hafa leitt það í lög að kennarar verði að fjalla á gagnrýninn hátt um þróunarkenningu Charles Darwins.

Nú nýlega hefur þessi grundvallarspurning skipað forsetaframbjóðendur Repúblikana, sem venjulega standa fyrir kristin gildi í bandarísku samfélagi, í bása, þar sem þrír svöruðu því til í síðasta mánuði að þeir tryðu ekki kenningunni um þróun mannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant