Benedikt Erlingsson var sigurvegari Grímunnar

Benedikt Erlingsson tekur við Grímunni í kvöld
Benedikt Erlingsson tekur við Grímunni í kvöld mbl.is/Kristinn

Óhætt er að segja að Benedikt Erlingsson hafi verið sigurvegari kvöldsins er Gríman, íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í kvöld. Hlaut Benedikt Grímuna sem leikstjóri ársins, leikari ársins og leikhöfundur ársins.

Benedikt hvatti leikhúsin til þess er hann tók við verðlaunum sem leikhöfundur ársins að ráða til sín leikskáld til starfa. Þar væru starfandi ljósamenn, búningahönnuðir, leikarar og leikkonur. Tími væri kominn að ráða leikhöfunda inn í leikhúsin.

Eiginkona Benedikts, Charlotte Böving fékk Grímuna sem leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Ófagra veröld en sú sýning hlaut þrjár Grímur. Benedikt leikstýrði verkinu í Borgarleikhúsinu í vetur. Dagur vonar var valin sýning ársins.

Það er Leiklistarsamband Íslands sem stendur að baki verðlaununum og þar eru sviðsverk og útvarpsverk verðlaunuð og listamönnum veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í hvers konar sviðslistum.

Sýning ársins var valin Dagur vonar
Tilnefnd voru:
Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson, Leikfélag Reykjavíkur.
Killer Joe eftir Tracy Letts, Leikhúsið Skámáni.
Leg eftir Hugleik Dagsson, Þjóðleikhúsið.
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson, Söguleikhús Landnámssetursins.
Ófagra veröld eftir Anthony Neilson, Leikfélag Reykjavíkur.

Útvarpsverk ársins var valið Harún og sagnahafið
Tilnefnd voru:
Ekki tala! eftir Gunnar Inga Gunnsteinsson.
Harún og sagnahafið eftir Salman Rushdie.
Karlagæslan eftir Kristof Magnusson.
Svo ég geti verndað þig betur, stelpan mín eftir Darcia Maraini.
Þriðjudagar með Morrie eftir Jeffrey Hatcher og Mitch Albom.

Barnasýning ársins var valin Abbababb!
Tilnefndar voru:
Abbababb! eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson, Leikhópurinn Á senunni og Hafnarfjarðarleikhúsið.
Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner, Leikfélag Akureyrar.
Pétur og úlfurinn eftir Bernd Ogrodnik, Fígúra í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikgerð Illuga Jökulssonar, Þjóðleikhúsið.
Skoppa og Skrítla eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur og leikhópinn, Skopp og Þjóðleikhúsið.

Erna Ómarsdóttir var valin danshöfundur ársins
Tilnefnd voru:
Erna Ómarsdóttir, Bakkynjur, Þjóðleikhúsið.
Erna Ómarsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir, Mysteries of Love.
Lára Stefánsdóttir, Abbababb! Leikhópurin Á senunni og Hafnarfjarðarleikhúsið.
Ólöf Ingólfsdóttir, Við erum komin, Íslenski dansflokkurinn.
Vaðall (Aðalheiður Halldórsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir), Hver um sig, Íslenski dansflokkurinn.

Erna Ómarsdóttir var valin dansari ársins
Tilnefndar voru:
Erna Ómarsdóttir, Mysteries of Love.
Katrín Ingvadóttir, Hver um sig.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, In the name of the land.
Margrét Sara Guðjónsdóttir, Mysteries of Love.
Valgerður Rúnarsdóttir, In the name of the land.

Söngvari ársins var valinn Bjarni Thor Kristinsson
Tilnefnd voru:
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Grettir, Leikfélag Reykjavíkur.
Bjarni Thor Kristinsson, Brottnámið úr kvennabúrinu, Íslenska óperan.
Halldóra Geirharðsdóttir, Leg, Þjóðleikhúsið.
Hulda Björk Garðarsdóttir, Flagari í framsókn, Íslenska óperan.
Jóhann Sigurðarson, Grettir, Leikfélag Reykjavíkur.

Hljómsveitin Flís hlaut Grímuna fyrir tónlist / hljóðmynd ársins
Tilnefnd voru:
Atli Ingólfsson, Bakkynjur.
Egill Ólafsson, Dagur vonar.
Hljómsveitin Flís, Leg.
Megas og Magga Stína, Lífið – Notkunarreglur, Leikfélag Akureyrar.
Pétur Ben, Killer Joe.

Leikmynd ársins var valin leikmynd Gretars Reynissonar í verkinu Ófagra veröld
Tilnefnd voru:
Gretar Reynisson, Ófagra veröld.
Ilmur Stefánsdóttir, Leg.
Snorri Freyr Hilmarsson, Mein Kampf, Leikfélag Reykjavíkur.
Thanos Vovolis, Bakkynjur.
Vytautas Narbutas, Dagur vonar.

Halldór Örn Óskarsson hlaut Grímuna fyrir lýsingu ársins
Tilnefndir voru:
Arnar Steinn Friðbjarnarson, Björn Bergsteinn Guðmundsson, Freyr Vilhjálmsson og Gideon Kiers, Leg.
Björn Bergsteinn Guðmundsson, Gunnlaðarsaga, Kvenfélagið Garpur og Hafnarfjarðarleikhúsið.
Halldór Örn Óskarsson, Ófagra veröld.
Lárus Björnsson, Bakkynjur.
Kári Gíslason, Dagur vonar.

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fékk Grímuna fyrir búninga ársins
Tilnefnd voru:
Filippía Elísdóttir, Killer Joe, Leikhúsið Skámáni.
Helga I. Stefánsdóttir, Ófagra veröld, Leikfélag Reykjavíkur.
Ríkey Kristjánsdóttir og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Gyðjan í vélinni, Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur.
Thanos Vovolis, Bakkynjur, Þjóðleikhúsið.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Leg, Þjóðleikhúsið.

Leikkona ársins í aukahlutverki var valin Charlotte Böving
Tilnefndar voru:
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Gunnlaðarsaga, Kvenfélagið Garpur í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið.
Charlotte Böving, Ófagra veröld, Leikfélag Reykjavíkur.
Edda Björg Eyjólfsdóttir, Leg, Þjóðleikhúsið.
Hanna María Karlsdóttir, Dagur vonar, Leikfélag Reykjavíkur.
Maríanna Clara Lúthersdóttir, Killer Joe, Leikhúsið Skámáni.

Leikari ársins í aukahlutverki var valinn Þröstur Leó Gunnarsson
Tilnefndir voru:
Atli Rafn Sigurðarson, Leg, Þjóðleikhúsið.
Ellert A. Ingimundarson, Dagur vonar, Leikfélag Reykjavíkur.
Friðrik Friðriksson, Leg, Þjóðleikhúsið.
Theodór Júlíusson, Ást, Vesturport í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur.
Þröstur Leó Gunnarsson, Killer Joe, Leikhúsið Skámáni.

Leikkona ársins í aðalhlutverki var valin Sigrún Edda Björnsdóttir
Tilnefndar voru:
Elva Ósk Ólafsdóttir, Hjónabandsglæpir, Þjóðleikhúsinu.
Halldóra Geirharðsdóttir, Leg, Þjóðleikhúsið.
Ilmur Kristjánsdóttir, Ófagra veröld, Leikfélag Reykjavíkur.
Sigrún Edda Björnsdóttir, Dagur vonar, Leikfélag Reykjavíkur.
Unnur Ösp Stefánsdóttir, Killer Joe, Leikhúsið Skámáni.

Leikari ársins í aðalhlutverki var valinn Benedikt Erlingsson
Tilnefndir voru:
Benedikt Erlingsson, Mr. Skallagrímsson, Söguleikhús Landnámsseturs.
Bergur Þór Ingólfsson, Mein Kampf, Leikfélag Reykjavíkur.
Björn Thors, Killer Joe, Leikhúsið Skámáni.
Hilmir Snær Guðnason, Amadeus, Leikfélag Reykjavíkur. Hilmir Snær Guðnason, Hjónabandsglæpir, Þjóðleikhúsið.
Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eilíf hamingja, Hið lifandi leikhús.

Leikstjóri ársins var valinn Benedikt Erlingsson
Tilnefndir voru:
Benedikt Erlingsson, Ófagra veröld, Leikfélag Reykjavíkur.
Hilmir Snær Guðnason, Dagur vonar, Leikfélag Reykjavíkur.
Jón Páll Eyjólfsson, Herra Kolbert, Leikfélag Akureyrar.
Stefán Baldursson, Killer Joe, Leikhúsið Skámáni.
Stefán Jónsson, Leg, Þjóðleikhúsið.

Leikskáld ársins var valinn Benedikt Erlingsson
Tilnefnd voru:
Andri Snær Magnason og Þorleifur Örn Arnarsson, Eilíf hamingja.
Benedikt Erlingsson, Mr. Skallagrímsson.
Birgir Sigurðsson, Dagur vonar.
Hávar Sigurjónsson, María Reyndal og leikhópurinn, Best í heimi.
Hugleikur Dagsson, Leg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson