Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns

Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur 2007.
Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur 2007. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Eftir Helga Snæ Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Fulltrúar Samfylkingarinnar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur, Oddný Sturludóttir og varamaðurinn Felix Bergsson, sátu hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvari var útnefndur borgarlistamaður á fundi ráðsins í síðustu viku.

Oddný segir venjuna þá í ráðinu að á fundinum fyrir útnefningarfundinn sjálfan, gefi formaður fólki tækifæri til að fjalla um hver eigi að vera borgarlistamaður og hugsa málið. Meirihlutinn ráði auðvitað alltaf valinu á endanum. Tillögur að því hverjir kæmu til greina sem borgarlistamenn hafi ekki verið teknar fyrir eða sýndar minnihlutanum í ráðinu.

Ekki á móti valinu

"Okkur var tilkynnt að þetta væri borgarlistamaður Reykjavíkur og okkur hefði þótt eðlilegt að fulltrúar minnihlutans, sem og þeir tveir áheyrnarfulltrúar listamanna sem sitja fundi ráðsins, hefðu komið að þessari ákvörðun, verið með í ferlinu. Raggi Bjarna er frábær söngvari og vel að þessum heiðri kominn en við ákváðum að taka ekki afstöðu vegna þessara vinnubragða. Við vorum ekki á móti, við sátum bara hjá," segir Oddný. Hún ítrekar að Samfylkingin hafi ekkert út á Ragga Bjarna að setja og þyki hann frábær söngvari. Þetta sé hennar fyrsta ár í þessu ráði og því hafi þessi vinnubrögð komið flatt upp á hana.

Þriðji fulltrúi minnihlutans, Árni Þór Sigurðsson úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, hafði ekkert við útnefninguna að athuga og samþykkti hana. "Þetta var tillaga frá formanni. Mér skilst að þegar borgarlistamaður er valinn þá sé það yfirleitt þannig að formaður komi með tillögu, þannig hafi það verið gegnum árin. Mér finnst engin ástæða til að gera athugasemd við það núna," segir Árni.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson