París kann að verða neydd til að fá næringu í æð

París Hilton kann að verða neydd til að taka næringu í æð, því að læknar hafa áhyggjur af því hve mjög hún hefur grennst og neiti að matast í fangelsinu. Hefur hún lést um 2,5 kíló á viku og virðist „veikluleg og þreytt.“ Hún var flutt í Century-fangelsið í LA í síðustu viku, og vegur nú aðeins 50 kíló.

Breska blaðið The Sun hefur eftir heimildamanni að París hafi neitað að borða í fangelsinu, og verðir hafi áhyggjur af henni því hún virðist ekki vera neitt nema skinn og bein.

„Þeir hótuðu að gefa henni vökva í æð til að hún fengi vökva og næringu, ef hún myndi ekki borða. Hún hefur síðan getað borða lítilræði, en læknar fylgjast vandlega með henni.“

Fregnir herma að París fái einungis að fara út úr klefanum í eina klukkustund á dag, og eina fólkið sem hún umgangist séu verðir og læknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson