Live Earth tónleikarnir byrjaðir

Sidney í Ástralíu og Tókýó í Japan riðu á vaðið í tónleikaröðinni Live Earth en tónleikar eru haldir í öllum heimsálfunum næsta sólarhringinn til þess að vekja athygli á baráttunni gegn hlýnun andrúmsloftsins. Bein sjónvarpsútsending frá tónleikunum hófst í nótt og lýkur rúmlega sólarhring síðar. Alls munu 150 listamenn taka þátt í tónleikunum á níu stöðum í heiminum.

Meðal tónlistarmanna sem fram koma eru Madonna, Red Hot Chili Peppers, Metallica, The Police og Garth Brooks.

Helstsi forsprakki tónleikanna er fyrrum forseti Bandaríkjanna, Al Gore, sem segir tónleikana svar heimsins við heimsvandamáli.

Búist er við miklu fjölmenni á flesta tónleikana en fámennustu tónleikarnir verða væntanlega á Suðurskautslandinu er Nunatak, húshljómsveit breskrar rannsóknarstöðvar á Suðurskautslandinu heldur tónleika síðar í dag.

Búið var að aflýsa tónleikunum á Copacabana-ströndinni í Rio de Janeiro vegna ónógra öryggisráðstafana en dómarinn sem úrskurðaði svo á fimmtudag, sneri sínum eigin dómi við í gær og gaf út leyfi fyrir tónleikunum.

Hér á landi verða tónleikarnir sýndir á Skjá einum og er útsending þegar hafin. Þá verður einnig hægt að sjá tónleikana á Netinu með því að fara inn á www.liveearth.msn.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson