Longoria hunsaði aðdáendur sína á brúðkaupsdaginn

Eva Longoria veifar til aðdáenda sinna í París i gær.
Eva Longoria veifar til aðdáenda sinna í París i gær. Reuters

Sjónvarpsstjarnan Eva Longoria, sem er íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja úr sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum, og unnusti hennar körfuboltakappinn Tony Parker voru á meðal þeirra fjölmörgu sem gengu í hjónaband í dag. Eftir að hafa verið gefin saman við borgaralega athöfn í gær héldu þau kirkjubrúðkaup í Saint-Germain-l'Auxerrois kirkjunni í Frakklandi í dag en kirkjan stendur á móti Louvre safninu í miðborg Parísar.

Mikil öryggisgæsla var við kirkjuna og fengu aðdáendur leikkonunnar sem safnast höfðu saman framan við kirkjuna ekki að sjá brúðhjónunum bregða fyrir en tímaritið Hello! hefur tryggt sér einkarétt á myndum úr brúðkaupinu fyrir tvær milljónir dollara.

Brúðkaupsveisla þeirra stendur nú yfir í Vaux-le-Vicomte kastalanum í útjaðri Parísar og eru stjörnurnar Michael Douglas, Catherine Zeta-Jones, Jamie Foxx, Lionel Richie, Sting og Victoria Beckham sagðar vera á meðal gesta. Þá munu samleikkonur Longoriu úr þáttunum, þær Teri Hatcher, Felicity Huffman og Nicolette Sheridan, hafa komið til Parísar í einkaþotu á fimmtudag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Fimmta aðalleikkona þáttanna Marcia Cross, sem nýlega eignaðist tvíbura, mun hins vegar ekki hafa séð sér fært að mæta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson