Trump leitar að frægu fólki til að taka þátt í The Apprentice

Donald Trump veit ekki aura sinna tal.
Donald Trump veit ekki aura sinna tal. AP

Viðskiptajöfurinn Donald Trump vonast nú til þess að frægt fólk muni sjá sér fært um að taka þátt í næstu Apprentice-þáttaröðinni. Þrátt fyrir að bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hafi upphaflega ákveðið að láta þáttinn ekki vera hluta af haustdagsskrá sinni þá hafa forsvarsmenn stöðvarinnar nú greint frá því að þátturinn muni snúa aftur með örlitlu breyttu ívafi.

Fram kemur á fréttavef BBC að sigurvegarinn muni leggja góðu málefni lið, þ.e. allur hagnaður sigurvegarans fer til góðgerðamála. Venjulega eru sigurlaunin þau að sigurvegarinn fær samning til þess að starfa hjá Trump.

Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda árið 2004 þegar þeir hófu göngu sína. Vinsældirnar hafa hinsvegar dalað undanfarin ár.

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn og leikkonan Rosie O'Donnell hefur verið beðin um að taka þátt en talskona hennar hefur sagt að það „muni hvorki gerast í þessu lífi né öðru.“

Það vakti mikla athygli í Bandaríkjunum þegar Trump og O'Donnell lentu saman og síðan þá hafa þau skotið föstum skotum á hvort annað í ýmsum sjónvarpsþáttum.

Yfirmaður afþreyingardeildar NBC, Ben Silverman, segir að það myndi vera frábært ef O´Donnell myndi taka þátt. „Donald bað mig sjálfur um að bjóða henni að vera með.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson