Lést Morrison í næturklúbbi eða í baðkarinu?

Jim Morrison, söngvari Doors.
Jim Morrison, söngvari Doors. AP

Lést tónlistarmaðurinn Jim Morrison úr of stórum skammti á salerni næturklúbbs eða fékk hann hjartaáfall vegna of stórs skammts í baðkarinu heima hjá sér? 36 árum eftir lát Morrison er að koma út ævisaga tónlistarmannsins þar sem fjallað er sérstaklega um síðustu stundirnar í lífi hans.

Í bókinni, sem er ein af mörgum ævisögum Morrison, er því haldið fram að Morrison hafi fundist látinn bak við luktar salernisdyr þann 3. júlí 1971 á næturklúbbnum Rock'n Roll Circus í París. Klúbbur þar sem tónlistarmenn eins og Pink Floyd, Cat Stevens, Beach Boys og Eric Clapton komu fram á sínum tíma.

Ekki eru allir á eitt sáttir við bók Sam Bernetts, The End,les derniers jours de Jim Morrison, sem kemur út í Frakklandi í þessum mánuði. Segir rithöfundurinn Philip Steele, sem gaf út ævisögu Morrison fyrr á árinu að Bernett eyðileggi ímynd Morrison í bókinni. Bernett segist hins vegar einungis segja sannleikann í bókinni en hann stýrði Rock'n Roll Circus klúbbnum á sínum tíma.

Í bók Bernetts kemur fram að Morrison hafi komið í klúbbinn eftir miðnætti og drukkið vodka og bjór stíft. Hann hafi síðan keypt heróínskammt og látið sig hverfa inn á karlaklósettið. Þegar Bernett og fleiri brutust inn á salernið fundu þeir Jim Morrison stjarfan úr ofneyslu heróíns. Andlit hans var grátt, augun lokuð og það var blóð undir nösum hans, að sögn Bernetts. Þeir sem seldu Morrison heróínið komu einnig inn á salernið og fóru þeir með Morrison út af staðnum og komu honum fyrir í baðkarinu á heimili tónlistarmannsins þar sem hann fannst látinn, samkvæmt bók Bernetts.

Upplýsingar um höfund bókarinnar á Wikipedia

Upplýsingar um Jim Morrison á Wikipedia

Höfundur ævisögu Jim Morrison, Sam Bernett.
Höfundur ævisögu Jim Morrison, Sam Bernett. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson