Skotar unnu heimsbikarkeppni heimilislausra

Skosku leikmennirnir fagna sigri á heimsbikarmóti heimilislausra í Kaupmannahöfn.
Skosku leikmennirnir fagna sigri á heimsbikarmóti heimilislausra í Kaupmannahöfn. AP

Skotar unnu Pólverja 9:3 í úrslitaleik heimsbikarsmóts heimilislausra í knattspyrnu, sem fór fram á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í dag. Friðrik krónprins fylgdist með úrslitaleiknum og afhenti skoska liðinu bikarinn í leikslok. Mótinu er ætla að auka sjálfstraust heimilislausra og vekja athygli á hlutskipti þeirra.

Um 500 leikmenn frá 48 löndum tóku þátt í mótinu, sem haldið hefur verið árlega frá árinu 2004. Leikirnir fóru fram á tveimur völlum á Ráðhústorginu. Fjórir leikmenn, af báðum kynjum og á öllum aldri, voru í hverju liði og leikurinn stóð í 14 mínútur með hálfleik.

Lið Líberíu vann Danmörku 11:5 í leik um þriðja sætið. Líberíuliðið var aðeins fjögurra manna, en fjórir leikmenn liðsins stungu af áður en keppninni lauk. Tveir aðrir leikmenn, frá Kamerún og Búrúndí, hurfu einnig. Lögregla segir, að leit sé hafin að leikmönnunum en vegabréfsáritun þeirra í Danmörku rennur út á morgun.

Að sögn skipuleggjenda heimsleikanna er um 1 milljarður manna um allan heim heimilislaus af ýmsum ástæðum. Í Afríku og Afganistan er helsta ástæðan stríðsátök en aðrir fara á vergang vegna fíkniefnaneyslu og áfengisneyslu eða vegna deilna við fjölskyldur sínar.

Friðrik krónprins fylgdist með úrslitaleiknum í dag.
Friðrik krónprins fylgdist með úrslitaleiknum í dag. AP
Tveir pólskir leikmenn berjast um boltann í úrslitaleiknum á Ráðhústorginu …
Tveir pólskir leikmenn berjast um boltann í úrslitaleiknum á Ráðhústorginu í dag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant