Lindsay Lohan þrífur klósettið

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. Reuters

Fregnir herma að Lindsay Lohan njóti engra fríðinda á meðferðarheimilinu Cirque Lodge í Utah, þar sem hún dvelur núna. Þvert á mót sé það liður í meðferðinni sem hún er í að hún þrífi klósettið sjálf, vaski upp og þvoi þvott.

Hún fær ekki einusinni sér herbergi, heldur deilir því með tveim öðrum sjúklingum. Lindsay fær ennfremur stranga sálfræðimeðferð.

Hún mun ekki vera sú eina úr röðum fræga fólksins sem farið hefur í meðferð á Cirque - þar sem mánaðardvöl mun kosta sem svarar tveim milljónum króna - því að þar hafa m.a. verið David Hasselhoff og Mary-Kate Olsen.

Fréttavefurinn TMZ.com hefur eftir sjúklingum á Cirque að Lindsay sé fyrirmyndarsjúklingur og taki þátt í 12 spora fundum daglega, og tali einnig við geðlækna og sálfræðinga, auk þess að þiggja „aðra læknismeðferð,“ sem ekki er þó útskýrð nánar.

Læknar á Cirque eru sagðir segja að hún hafi verið samvinnuþýð frá fyrsta degi, og haft er eftir öðrum heimildamanni að Lindsay hafi sagt að meðferðin á Cirque hafi bjargað lífi sínu.

Heimasíða Cirque Lodge

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson