Brian May orðinn doktor í stjörnufræði

Brian May í kunnuglegum stellingum.
Brian May í kunnuglegum stellingum. Reuters

Brian May, gítarleikari bresku rokkhljómsveitarinnar Queen, varði doktorsverkefni í stjörnufræði í Imperial College í Lundúnum í gær. Ritgerðin hlut náð fyrir augum andmælenda og verður May formlega útnefndur doktor í stjörnufræði við athöfn í Royal Albert Hall í maí á næsta ári.

May stundaði nám í stjörnufræði við Imperial College árið 1970 þegar hann stofnaði hljómsveitina Queen ásamt Freddy Mercury og Roger Taylor. Hljómsveitin náði brátt miklum vinsældum og May lagði þá doktorsnámið á hilluna. Hann hóf aftur stjörnufræðirannsóknir fyrir nokkrum árum og skrifaði doktorsritgerð, sem nefnist Radial Velocities in the Zodiacal Dust Cloud og fjallar um rykskýjamyndun í dýrahringnum.

„Ég er ansi ánægður. Ég get ekki lýst því hve þetta er mikill léttir," sagði May í gærkvöldi.

Hann sagði við blaðamenn að það hefði verið býsna erfitt að ganga inn í salinn og mæta andmælendunum en doktorsvörnin hafi verið hófst hafi verið merkileg upplifun. „Maður hefur á tilfinningunni að þeir muni spyrja stóru spurningarinnar sem maður getur ekki svarað en til allrar hamingju gerðist það ekki."

Heimasíða Brian May

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler