Hálfvitar heita á Völsungsstúlkur

Ljótu hálfvitarnir á knattspyrnuæfingu.
Ljótu hálfvitarnir á knattspyrnuæfingu. mbl.is/Hafþór

Kvennalið Völsungs frá Húsavík keppir nú í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í knattspyrnu, eftir gott gengi í sumar. Fyrri leikur undanúrslita fór fram í gær þegar liðið mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Fyrir leikinn barst Völsungsstúlkum formlegt áheit frá húsvísku hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum á þá leið að ef Völsungsstúlkur ynnu sér sæti í Úrvalsdeildinni myndu Hálfvitarnir mæta þeim í knattspyrnuleik ásamt því að halda stórtónleika þeim til heiðurs. Og allur ágóði rynni til Völsungsstúlkna til undirbúnings og þátttöku í Úrvalsdeildinni að ári.

Völsungsstúlkur tóku Hálfvitanna á orðinu og sigruðu Aftureldingu 2:3. Er útlitið því gott fyrir síðari leik undanúrslitanna, sem fer fram á Húsavík á miðvikudaginn og geta Völsungsstúlkur þá tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári.

Eftir góð úrslit gærdagsins hafa Ljótu hálfvitarnir hafið stífar knattspyrnuæfingar og undirbúa sig nú af kappi fyrir að mæta hinu stórgóða kvennaliði Völsungs. Þeir hafa þegar ráðið sér stílista fyrir val á búningum og hæfustu einkaþjálfarar og læknar landsins hafa verið ráðnir í Hálfvitahirðina til að tryggja að undirbúningur verði eins góður og mögulegt er. Ekki liggur fyrir hver mun þjálfa lið Hálfvitanna en nokkur stór nöfn hafa verið orðuð við þessa krefjandi þjálfarastöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson