Vinir Britney ráðþrota gagnvart afneitun hennar

Britney Spears er hún kom í samkvæmi á LAX næturklúbbnum …
Britney Spears er hún kom í samkvæmi á LAX næturklúbbnum í Los Angeles þann 1. september. AP

Joey Fatone, fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar *NSYNC, hefur boðið bandarísku söngkonunni Britney Spears aðstoð sína við að ná stjórn á lífi sínu eftir allt það sem gengið hefur á hjá henni á undanförnum árum en fjölskylda og vinir söngkonunnar eru nú sagðir standa ráðþrota gagnvart afneitun hennar á því að hún eigi við vandamál að stríða.

„Britney, hringdu til mín, komdu heim til mín, komdu til Orlando, farðu burt frá þessu öllu. Það er gott að komast í burtu frá Los Angeles,” sagði Fatone á bandarísku sjónvarpsstöðinni Extra. „Ég held að hún þurfi bara sinn tíma, tíma til að sárin geti gróið að fullu. Ef þú heyrir þetta, láttu mig þá vita. Ég er til staðar fyrir þig, ljúfan.” Söngkonunni, sem er 25 ára, hefur verið gert að gangast reglulega undir áfengis- og fíkniefnamælingar vegna forræðisdeilu sinnar við fyrrum eiginmann sinn Kevin Federline en saman eiga þau synina Sean Preston, tveggja ára, og Jayden James, eins árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson