Jackson yfirgefur veika barnfóstru sína

Michael Jackson.
Michael Jackson. Reuters

Poppstjarnan Michael Jackson er sagður hafa yfirgefið veika barnfóstru sína í Kaliforníu til að vinna að upptöku tónlistar sinnar. Fréttir bárust af því fyrir skömmu að Jackson hefði kvænst barnfóstrunni Grace Rwaramba en fjölmiðlafulltrúi hans bar þær fréttir síðan til baka.

„Grace líður ekki vel. Hún er veik og hefur þörf fyrir andlegan og fjárhagslegan stuðnings. Ég tel að Michael sé hrifin af Grace, en hann hagar sér eins og bar,” segir ónefndur heimildarmaður blaðsins New York Daily News.

„Hann gæti að minnsta kosti hringt í hana og spurt hvernig hún hefði það og hvort hún vilji hitta fleiri lækna. En það er aldrei þannig. Hann þiggur bara. Hún liggur ekki fyrir dauðanum en hún er álíka mikið veik núna og hún var þegar kynferðisofbeldismálið kom upp og hún tók sér frí frá störfum. Hann heldur sennilega að staðan sé sú sama núna. Að hún þurfi bara smáfrí til að jafna sig. Ég vildi bara að hann væri ekki alveg svona sjálfsmiðaður.”

Raymone Bain, talskona Jacksons, segir Grace ekki alvarlega veika og að hún sé enn helsti ummönnunaraðili þriggja barna Jacksons

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson