Veðramót fékk 11 tilefningar til Edduverðlauna

Úr kvikmyndinni Veðramótum.
Úr kvikmyndinni Veðramótum.

Kvikmyndin Veðramót, eftir Guðnýju Halldórsdóttur, fékk flestar tilnefningar, 11 talsins, til Edduverðlaunanna sem veitt verða í nóvember. Kvikmyndin var m.a. tilnefnd sem mynd ársins ásamt Foreldrum, eftir Ragnar Bragason, og Vandræðamanninum, sem Jens Lien leikstýrir.

Guðný Halldórsdóttir var tilnefnd sem leikstjóri ársins og einnig fyrir handrit að myndinni. Þær Hera Hilmarsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir, sem leika í Veðramótum, voru báðar tilnefndar sem leikonur ársins og þau Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Jörundur Ragnarsson og Þorsteinn Bachman voru tilnefnd sem leikarar ársins í aukahlutverki. Þá var myndin tilnefnd til verðlauna fyrir hljóð og tónlist, búninga og leikmynd.

Edduverðlaunin verða afhent 11. nóvember á Hilton Nordica og verður sýnt beint frá verðlaunahátíðinni í Sjónvarpinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson